Er risamót möguleiki?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Sú staða gæti komið upp í sumar að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, kæmist inn á eitt risamótanna í kvennaflokki í golfi.

Ef við leggjum til hliðar þann möguleika að Ólafía vinni sig inn í risamót ársins með árangri sínum á LPGA, þá gæti samstarf hennar við KPMG mögulega rutt brautina inn í eitt risamótanna.

KPMG er aðalstyrktaraðili eins risamótanna sem heitir KPMG Womens PGA Championship og verður haldið í Chicago í sumar. Bandarískur starfsmaður KPMG var staddur hér á landinu í vikunni. Sá heitir Shawn Quill og er yfirmaður þeirrar deildar innan KPMG sem sér um styrktarsamninga við íþróttafólk og íþróttafélög. Morgunblaðið tók Quill tali og spurði hvort KPMG myndi beita sér fyrir því að Ólafía fengi laust sæti í risamótinu sem fyrirtækið setur nafn sitt við, en eins og fram hefur komið hefur Ólafía gert samning við KPMG er ein þriggja kvenna á LPGA-mótaröðinni sem fyrirtækið styrkir.

Sjá viðtal við Shawn Quill í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir AFP
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir AFP
Ólafía í mótinu á Bahamaeyjum sem var frumraun hennar á …
Ólafía í mótinu á Bahamaeyjum sem var frumraun hennar á LPGA. AFP
Ólafía í mótinu á Bahamaeyjum sem var frumraun hennar á …
Ólafía í mótinu á Bahamaeyjum sem var frumraun hennar á LPGA. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert