„Gat ég breytt sætinu mínu í rúm“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær teighögg á Bahama-eyjum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær teighögg á Bahama-eyjum. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er komin til Ástralíu þar sem hún tekur þátt í ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.

Keppt er á The Royal Adelaide í Suður-Ástralíu en par vallarins er 73 högg. Völlurinn er 6,681 stikur eða um 6,100 metrar að lengd.

Heildarverðlaunaféð á mótinu er 1,3 milljónir dalir eða um 160 milljónir kr. Verðlaunaféð er það sama og á Pure Silk mótinu sem var fyrsta mót ársins 2017 og fór fram á Bahamas.

Ólafía Þórunn endaði í 69.-72. sæti á fyrsta móti ársins á Bahamas og fékk hún 2.800 dollara í verðlaunafé eða sem nemur 330.000 kr.

„Ferðalagið gekk mjög vel. Það var alls ekki það slæmt, aðallega vegna þess að ég ferðaðist á Saga Class. Þar gat ég breytt sætinu mínu í rúm og reyndi ég strax að leggja mig til þess að venjast áströlskum tíma. Það gekk því bara nokkuð vel að snúa sólarhringnum við,“ segir Ólafía í samtali við kylfingur.is.

Ólafía Þórunn hefur leik á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert