Birgir Leifur efstur af Íslendingunum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Íslendingarnir fimm sem taka þátt í Nordic Golf-at­vinnu­mótaröðinni í golfi, sem fram fer fram á PGA Ca­tal­unya Resort rétt við Barcelona á Spáni, hafa lokið við að spila annan hringinn.

Birgir Leifur Hafþórsson lék best Íslendinganna í dag eða á 69 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari og er jafn ásamt nokkrum öðrum kylfingum í 17. sætinu.

Guðmundur Kristjánsson lék á 72 höggum og er einu höggi yfir pari, Haraldur Franklín Magnús lék á 75 höggum og er þremur höggum yfir parinu, Andri Þór Björnsson lék á 72 höggum og er 6 höggum yfir pari og Axel Bóasson lék á 72 höggum og er í neðsta sæti ásamt nokkrum öðrum á 12 höggum yfir parinu.

Andri Þór og Axel hafa þar með lokið keppni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn en þeir Birgir Leifur, Guðmundur og Haraldur Franklín leika tvo hringi til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert