Góður hringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson sýndi flotta takta á þriðja hringnum á Nordic Golf atvinnumótaröðinni í dag en mótið fer fram á PGA Catalunya Resort rétt við Barcelona á Spáni.

Birgir Leifur lék þriðja hringinn á 67 höggum eða þremur höggum undir pari og hann er samtals á fimm höggum undir pari. Birgir fékk 4 fugla í dag, einn skolla og lék 13 holur á parinu. Hann er á meðal efstu manna en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Þeirra á meðal eru Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Kristjánsson.

Haraldur Franklín er búinn að spila 12 holur og hefur leikið þær á tveimur höggum undir pari og er samanlagt á einu höggi yfir pari. Guðmundur hefur leikið 15 holur og hefur spilað þær á 6 höggum yfir pari og er samanlagt á 7 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert