Johnson kominn í efsta sætið

Dustin Johnson með verðlaunin sem hann fékk fyrir sigurinn á …
Dustin Johnson með verðlaunin sem hann fékk fyrir sigurinn á opna Genesis-mótinu í gær. AFP

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er kominn í efsta sæti á heimslistanum í golfi í fyrsta sinn eftir sigurinn á opna Genesis-mótinu sem lauk í Los Angeles í gærkvöld.

Johnson velti Ástralanum Jason Day úr toppsætinu en Day hefur verið í efsta sæti heimslistans síðustu 47 vikurnar.

Day er í öðru sæti á heimslistanum, N-Írinn Rory McIlroy er í þriðja sæti, Svíinn Henrik Stenson er fjórði og Japaninn Hideki Matsuyama er í fimmta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert