McIlroy spilaði golf með Donald Trump

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, spilaði á dögunum hring með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á velli forsetans í Flórída.

McIlroy er að jafna sig á meiðslum vegna brákaðra rifbeina og hefur ekki keppt undanfarið, og segir að Trump hafi staðið sig ágætlega á hringnum.

„Hann spilaði sennilega í kringum 80 högg. Hann er fínn spilari miðað við mann um sjötugt,“ sagði McIlroy, sem hefur verið gagnrýndur fyrir athæfið. Meðal annars fyrir það að hafa ekki viljað spila á Ólympíuleikunum í sumar, að hluta af pólitískum ástæðum, en viljað spila með hinum umdeilda forseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert