Ólafía hefur keppni í Carlsbad á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur á morgun keppni á sínu fjórða móti í LPGA-mótaröðinni í golfi.

Að þessu sinni er það Kia Classic-mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en það fer fram í Carlsbad í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Um fjögurra daga mót er að ræða þar sem niðurskurður verður eftir tvo hringi.

Ólafía verður í ráshópi með þeim Regan De Guzman frá Filippseyjum og Kris Tamulis frá Bandaríkjunum fyrstu tvo hringina en þær hefja keppni klukkan 20.50 að íslenskum tíma annað kvöld.

Ólafía Þórunn, sem er í 94. sæti á stigalistanum, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Bank of Hope Founders-mótinu sem lauk í Phoenix um síðustu helgi en hún lék hringina tvo á samtals þremur höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert