Sveiflukenndur hringur hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Eftir góðar fyrri níu holur hrundi spilamennska Valdísar Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfings úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi á seinni níu í holunum á Terre Blanche-vellinum í Frakklandi á LET Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Valdís Þóra lauk leik á sjö höggum yfir pari eftir að hafa verið á einu höggi yfir pari og í 23. sæti af 114 keppendum eftir fyrri hluta vallarins í dag. Er Valdís því í 84. sæti sem stendur en hún á einnig fullan keppnisrétt á LET-mótaröðinni sem er sú sterkasta og alveg ljóst að Valdís á mikið inni.

Valdís fékk fimm skolla, tvo fugla og einn þrefaldan skolla á vægast sagt sveiflukenndum seinni níu holum og aðeins eitt par.

Leiknir eru þrír hringir á þremur dögum en skorið verður niður eftir hringinn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert