Valdís á einu yfir pari í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 23. sæti af 114 keppendum eftir fyrri hringinn á Terre Blanche-golfmótinu sem hófst í Frakklandi í morgun og er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Valdís lék fyrstu níu holurnar á einu höggi yfir pari vallarins, 73 höggum, þar sem hún fékk fugl á fjórðu holu en síðan skolla á bæði sjöundu og níundu holu.

Hún deilir 23. sætinu með þrettán öðrum kylfingum sem stendur. Elia Folch frá Spáni og Valentine Derrey frá Frakklandi hafa leikið best í dag en þær hafa báðar lokið keppni á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert