Valdís Þóra keppir í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, er á meðal keppenda á Terre Blanche-mótinu sem hefst í Frakklandi í dag og er hluti af Evrópumótaröðinni, LET.

„Mér líst ágætlega á þetta verkefni og ég ætla að nota þetta mót til þess að fá meiri leik- og keppnisæfingu. Það eru rúmlega 6 vikur síðan ég keppti síðast,“ er haft eftir Valdísi á vef GSÍ, golf.is, en þar segir jafnframt að hún hafi dvalið við æfingar á Novo Sancti Petri á Spáni áður en hún mætti til Frakklands. Að mótinu loknu í Frakklandi mun Valdís Þóra halda aftur til Spánar og æfa þar fram að næsta móti á LET mótaröðinni sem fram fer í Marokkó um miðjan apríl.

Valdís verður í ráshópi með Tiia Koivisto frá Finnlandi og Madelene Stavnar frá Noregi fyrstu tvo keppnisdagana. Þær fara af stað klukkan 11:47 að íslenskum tíma í dag og 7:27 að íslenskum tíma á morgun. Keppnisfyrirkomulagið á mótinu er þannig að leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur dögum og verður niðurskurður eftir tvo keppnisdaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert