Valdís á parinu í dag – komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni lék á parinu í dag á öðrum hring sínum á Terre Blanche-mótinu á Let Access-mótaröðinni í golfi en leikið er í Frakklandi.

Valdís Þóra lék mun betur í dag heldur en í gær þar sem hún lék á sjö höggum yfir pari sem verður þess valdandi að hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn sem settur var á +5 högg.

Valdís Þóra var á parinu eftir fyrstu níu holurnar í dag og samtals á +7 en fékk tvöfaldan skolla á 13. holunni í dag sem gerði henni erfitt fyrir. Hún svaraði hins vegar fyrir það með tveimur fuglum á 15. og 16. holu sem nægir þó ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert