Valdís leikur betur en þarf að sækja

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er á pari eftir fyrstu 12 holurnar á öðrum hring sínum á Terre Blance-mótinu á Let Access mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu Evrópu.

Samtals er Valdís því á +7 en áætlaður niðurskurður í dag er settur á +4 og því þarf Valdís að koma sér í gott fuglastuð ætli hún sér áfram.

Valdís lék á +7 í gær samtals og á fékk fimm skolla og einn tvöfaldan skolla á holunum sem hún hefur nú lokið í dag á parinu sem ætti að gefa góð fyrirheit.

Valdís hefur fullan keppnisrétt á LET-mótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu og leit á þetta mót til þess að koma sér í betra keppnisform.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert