Sá besti datt í stiganum heima hjá sér

Dustin Johnson.
Dustin Johnson. AFP

Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, varð fyrir leiðinlegum meiðslum rétt fyrir Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, sem hefst í dag.

Johnson datt þá í stiganum í húsinu sem hann er með á leigu í nágrenni Augusta-vallarins þar sem mótið fer fram, en hann lenti illa og varð fyrir hnjaski neðarlega í baki.

„Hann er nú að hvílast, en líður illa. Læknar hafa ráðlagt honum að hvílast og vonir standa til að hann geti spilað á morgun [í dag],“ sagði talsmaður hans en fyrsti hringurinn á mótinu fer fram í dag.

Johnson vann sinn þriðja mót í röð í lok mars og hefur alls unnið 7 af 17 mótum sem hann hefur tekið þátt í síðan hann vann Opna bandaríska meistaramótið í júní síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert