Fremstu menn ekki unnið áður

Nær Spánerjinn Sergio Garcia loksins að vinna risamót í golfi?
Nær Spánerjinn Sergio Garcia loksins að vinna risamót í golfi? AFP

Fyrstu kylfingarnir eru farnir af stað á þriðja hring Masters-mótsins í golfi sem haldið er á Augusta Nati­onal-golf­vell­in­um í Banda­ríkj­un­um.

Fjórir kylfingar eru í forystu fyrir daginn í dag á -4 en það eru Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Rickie Fowler, Spánverjinn Sergio Garcia og Belginn Thomas Pieters. Enginn af þeim hefur unnið risamót í golfi áður þótt þeir Fowler og Garcia hafi báðir komist nálægt því oftar en einu sinni.  Hoffman og Garcia eiga teig kl. 19:00 en þeir Pieters og Fowler kl. 18:50.

Englendingurinn Justin Rose er á -1 og á teig kl. 18:20 ásamt Fred Couples frá Bandaríkjunum en með þeim í ráshóp er Adam Scott frá Ástralíu á parinu.

Jordan Spieth og Phil Mickelson eru báðir á parinu og eru í ráshópi kl. 18:10 ásamt Matt Kuchar frá Bandaríkjuum sem er á +1.

Norður-Írinn Rory McIlroy er á +1 og í ráshópi kl. 18:00, með Dananum Søren Kjeldsen og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.

Stöðuna í mótinu má í heild sinni sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert