„Seve hjálpaði mér“

Sergio Garcia.
Sergio Garcia. AFP

„Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu og ég er svo ánægður,“ sagði spænski kylfingurinn Sergio Garcia eftir að hafa fagnað sigri á Masters-mótinu í golfi þar sem hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Justin Rose.

Garcia, sem er 37 ára gamall, tókst þar með loksins að vinna risamót í golfi og það í 74. tilraun.

„Að hafa náð að vinna mótið á 60 ára afmælisdegi Balleteros var frábært og ég er viss um að hann hjálpaði mér í nokkrum höggum eða í púttum. Hann var til staðar fyrir mig. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Garcia en landi hans og hans helsta fyrirmynd í golfinu, Seve Bal­lesteros lést árið 2011 eft­ir veik­indi. 

„Ég var því búinn að sætta mig við að þessi titill kæmi aldrei en hélt ró minni og hef sjaldan eða aldrei verið svona rólegur þegar ég hef keppt á risamóti. Þrátt fyrir að fá nokkra skolla einbeitti ég mér að því að vera jákvæður því ég vissi að ég gæti náð fuglum,“ sagði Garcia, sem er þriðji Spán­verj­inn sem sigr­ar á Masters-mót­inu. Bal­lesteros gerði það tvisvar, 1980 og 1983. Jose Maria Olaza­bal hef­ur einnig sigrað tví­veg­is á mót­inu, 1994 og 1999. 

Garica fékk 233 milljónir króna fyrir sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert