„Ég á alltaf góða möguleika“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Bret Lasky/LPGA

„Ég er búin að undirbúa mig vel og hlakka til að byrja. Völlurinn er skemmtilegur,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem hefur leik á sínu fimmta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi laust fyrir miðnætti í kvöld.

Ólafía keppti síðast á Kia Classic í Kaliforníu 23.-24. mars en er nú komin til Havaí-eyja í Kyrrahafinu, nánar tiltekið á Ko Olina-golfvöllinn í Kapolei. Þar fer Lotte Championship-mótið fram næstu fjóra daga.

„Ég mætti síðasta föstudag og er búin að nýta tímann hérna til að sjá og kynnast aðstæðum. Ég er samt ekki ennþá búin að venjast tímabeltinu og er að vakna klukkan fimm á morgnana,“ sagði Ólafía glaðbeitt að vanda, við Morgunblaðið í gær. Hún dvelur í húsi með hinni þýsku Söndru Gaal, sem keppir nú tíunda árið í röð á mótaröðinni, en hún var skipuð af LPGA sem eins konar leiðbeinandi fyrir Ólafíu sem er nýliði:

„Það er gaman að vera með henni hérna. Hún er leiðtogi hópsins míns. Ég spyr hana bara um allt sem mér dettur í hug, til dæmis varðandi það hvernig og hvaða styrktaraðila hún fékk og slíkt,“ sagði Ólafía.

Sjá allt viðtalið við Ólafíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert