Valdís Þóra hefur leik á morgun í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi hefur leik á morgun á LALLA Meryem mótinu í golfi sem er hluti af LET Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu og fer mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó.

Heildarverðlaunaféð er um 55 milljónir króna Valdís hefur leik kl. 10:06 að íslenskum tíma. Hún er í ráshóp með Lina Belmati frá Marokkó og Jenny Haglund frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana. Alls eru keppnishringirnir fjórir og verður niðurskurður eftir tvo hringi.

Þetta er annað mótið sem Valdís tekur þátt í LET Evrópumótaröðinni en hún hafnaði í 51. sæti á fyrsta mótinu sem fram fór í Ástralíu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vegar leik á LPGA-móti í Hawaii í kvöld en hún hefur keppni klukkan 23.45 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert