Valdís Þóra hefur lokið fyrsta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir stendur í ströngu í Marokkó þessa dagana.
Valdís Þóra Jónsdóttir stendur í ströngu í Marokkó þessa dagana. Ljósmynd/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, lék fyrsta hringinn á Lalla Meryem-mótinu í golfi sem er annað mót Evrópumótaraðarinnar á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins. Mótið fer fram á Golf Dar Es Salam-vell­in­um í Mar­okkó.

Valdís Þóra lék fyrstu níu holurnar á 37 höggum og var á einu höggi yfir pari vallarins. Það seig hins vegar á ógæfuhliðina á seinni níu holunum þar sem hún fékk þrjá skolla. Valdís Þóra er í 70. - 75. sæti á mótinu eftir fyrsta hringinn.

Valdís Þóra er að taka þátt í Evrópumótaröðinni í annað skipti, en hún endaði í 51. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar á tímabilinu á Oates Victorian-mótinu sem haldið var í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert