Valdís Þóra við niðurskurðarlínuna

Valdís Þóra mun komast í gegnum niðurskurðinn leiki hún á …
Valdís Þóra mun komast í gegnum niðurskurðinn leiki hún á pari vallarins eða betur í dag. Ljósmynd/Tristan Jones

Viðmiðið hvað varðar niðurskurðarlínuna á Lalla Meryem Cup mótinu í golfi kvenna sem Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á, sveiflast milli þess að vera við þrjú eða fjögur högg yfir pari vallarins, en skorið verður niður eftir annan hring mótsins sem leikinn verður í dag.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari í gær, en hún hefur leik á öðrum hringnum rétt fyrir 13.00 í dag.

Lalla Meryem Cup er annað mót Evrópumótaraðarinnar, en leikið er á Golf Dar Es Salam-vell­in­um í Mar­okkó að þessu sinni. Valdís Þóra leikur annan hring sinn í dag, en hún þarf annaðhvort að leika hringinn á pari vallarins eða einu yfir pari vallarins miðað við hvar niðurskurðarlínan hefur verið staðsett til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert