Valdís Þóra heldur áfram að spila vel

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leikið vel í Marokkó.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leikið vel í Marokkó. Ljósmynd/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, lék þriðja hringinn á Lalla Meryem-mót­inu í golfi á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Valdís Þóra hefur leikið hringina þrjá á samtals fjórum höggum yfir pari vallarins og er í 26. - 35. sæti mótsins eftir þriðja hringinn.

Valdís Þóra fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum í dag. Hinar ellefu holurnar lék Valdís Þóra á pari. Valdís Þóra lék fyrri níu holurnar á pari vallarins og seinni holurnar níu á einu höggi yfir pari vallarins.

Mótið er annað mót Evrópumótaraðarinnar og fer fram á Golf Dar Es Salam-vell­in­um í Marokkó. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og vonandi að Valdís Þóra haldi áfram að spila jafn vel og hún hefur gert hingað til á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert