Valdís missti flugið undir lokin

Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 51. sæti á Lalla Meryem-mótinu …
Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 51. sæti á Lalla Meryem-mótinu í Marokkó. Ljósmynd/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, lék lokahringinn á Lalla Meryem-mótinu í golfi á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari vallarins í dag. Valdís Þóra lék fyrri níu holurnar á pari vallarins, en fataðist flugið á seinni níu holunum þar sem hún lék á fimm höggum yfir pari vallarins.

Valdís Þóra lék hringina fjóra á mótinu á samtals níu höggum yfir pari og hafnaði í 50. sæti á mótinu. Mótið sem leikið var á Golf Dar Es Salam-vellinum í Marokkó er annað mótið á Evrópumótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í golfi kvenna á eftir LPGA.

Valdís Þóra lenti í 51. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar, Oa­tes Victori­an-mót­inu sem fór í Ástral­íu. Valdís Þóra lék á einu höggi yfir pari vallarins á fyrsta mótinu í Ástralíu.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi Þóru, en hún verður meðal þátttakenda á þriðja móti Evrópumótaraðarinnar, Estralla Damm Mediterranean-mótinu, sem fram fer á Club De Golf Terramar-vellinum á Spáni og hefst á fimmtudaginn næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert