Harrington og Garcia grafa stríðsöxina

Padraig Harrington.
Padraig Harrington. AFP

Kylfingarnir Padraig Harrington og Sergio Garcia virðast hafa grafið stríðsöxlina, en köldu hefur andað á milli þeirra í um áratug.

Harrington vann Opna breska meistaramótið árið 2007 og bandaríska meistaramótið ári síðar, bæði eftir að hafa haft betur gegn Garcia. Garcia vann loks sinn fyrsta risatitil fyrr á árinu, og í kjölfarið talaði Harrington um að Garcia hefði alltaf verið tapsár.

„Sergio og ég eigum nú í mun betra sambandi. Við höfum talað saman, því greinilega var fíll í herberginu varðandi það sem við höfum gengið í gegnum. Við höfum ákveðið að leggja það til hliðar og höfum aldrei verið í betra sambandi,“ sagði Harrington.

Sergio Garcia.
Sergio Garcia. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert