Ólafía þremur yfir eftir níu holur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki farið vel af stað á fyrsta hringnum á Volunteers of America Texas Shootout-mótinu í golfi, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, í Texas í Bandaríkjunum.

Eftir níu holur er Ólafía á þremur höggum yfir pari og þarf að herða sig á síðari níu holunum á þessum fyrsta hring. Ólafía er í rás­hópi með Dori Cart­er frá Banda­ríkj­un­um og Giula Molin­aro frá Ítal­íu fyrstu tvo keppn­is­dag­ana.

Mótið er sér­stakt að því leyti að kepp­end­um er fækkað tvisvar. Að vanda kom­ast um 70 efstu áfram eft­ir fyrstu tvo dag­ana, en eft­ir þriðja hring­inn á laug­ar­dag­inn kom­ast 50 efstu áfram og spila loka­hring­inn á sunnu­dag­inn. Meðal kepp­enda eru all­ir sem eru í efstu 20 sæt­um heimslist­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert