Ólafía náði sér ekki á strik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn úr GR, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, náði sér ekki á strik á þriðja degi Volvik-meistaramótsins í LPGA-mótaröðinni en leikið er í Detroit í Michigan.

Ólafía lék á þremur höggum yfir pari í dag, fékk fjóra skolla, 13 pör og einn fugl á lokaholunni. Samtals er Ólafía á -1 eftir hringina þrjá.

Ólafía var undir parinu á fyrstu tveimur hringjum sínum sem skilaði henni vel í gegnum niðurskurðinn, lék tvo fyrstu dagana á 69 og 71 höggi, eða samtals á 140 höggum sem er 4 högg undir pari vallarins en þær sem léku á einu undir pari og betur fóru áfram.

Ólafía var í 32. sæti fyrir daginn í dag en fór niður í það 70. - 73. á þessari sterkustu mótaröð í heimi.

Lokahringurinn fer fram á morgun.

Ólafía í Detroit, 3. dagur opna loka
kl. 18:35 Textalýsing 18. FUGL. Um að gera! Fugl á lokaholunni. Er á +3 í dag og komin undir parið á ný samtals, -1.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert