Góður lokahringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn einbeitt í dag.
Ólafía Þórunn einbeitt í dag. AFP

At­vinnukylf­ing­ur­inn og Íslands­meist­ar­inn úr GR, Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, átti góðan lokadag á fjórða og síðasta hringnum á Volvik-meist­ara­mótinu í golfi í LPGA-mótaröðinni en leikið er í Detroit í Michigan. 

Ólafía lék á tveim höggum undir pari í dag og hringina fjóra samtals á þrem höggum undir pari vallarins. Ólafía fékk fimm fugla og þrjá skolla á nokkuð skrautlegum hring. Hún fékk aðeins par í þrígang á fyrri níu holunum, en par á öllum nema tveim holum á seinni níu. 

Hún var í 56. sæti þegar hún lauk leik í dag, en ekki höfðu allir kylfingar klárað sinn hring og gæti það því breyst. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ólafía í Detroit, 4.dagur opna loka
kl. 18:00 Textalýsing 9 - PAR: Ólafía svarar skollanum með að fá fugl! Flottur endir á móti sem heilt yfir verður að teljast gott. Það er hringurinn í gær sem fór svolítið illa með hana, en fyrir utan hann er þetta mjög fín frammistaða. Hún er í 63. sæti sem stendur en ekki eru allir keppendur búnir að ljúka leik og gæti það því breyst.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert