Ólafía tók stórt stökk upp heimslistann

Ólafía á góðri leið.
Ólafía á góðri leið. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 56. sæti á Volvik mótinu um síðustu helgi á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék alls á þremur höggum undir pari, en þetta var áttunda mótið sem hún tók þátt í á sterkustu mótaröð heims.

Af þessum átta mótum hefur hún komist í gegnum niðurskurðinn þrisvar sinnum, en gengi hennar um síðustu helgi skilaði henni  116. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Ólafía þarf að vera á meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum á næsta tímabili, en verði hún í sætum 101-125 í lok tímabilsins, fær hún takmarkaðan keppnisrétt. Þá þarf hún samt sem áður að fara í gegnum úrtökumót fyrir mótaröðina í desember, verði hún í sætum 101-125.

Ólafía Þórunn fór upp um 44 sæti á heimslistanum eftir að hann var uppfærður í gær, og er nú í sæti nr. 486. Þess má geta að Valdís Þóra Jónsdóttir er í sæti nr. 616.

Ólafía hefur leik á föstudaginn á ShopRite LPGA Classic mótinu í New Jersey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert