Æði er runnið á Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson virðist vera að reka púttin í holu …
Birgir Leifur Hafþórsson virðist vera að reka púttin í holu í Sviss. Ljósmynd/GSÍ

Æði virðist vera runnið á Skagamanninn Birgi Leif Hafþórsson á öðrum hringnum á Swiss Challenge-mótinu á Áskorendamótaröðinni í golfi. Hann er nú samtals níu högg undir pari vallarins og aðeins höggi á eftir efsta manni. 

Birgir er búinn að leika tíu holur í dag og hefur spilað þær á fimm höggum undir pari. Hefur fengið þrjá fugla, einn örn og fimm pör sem er mögnuð spilamennska. 

Í gær lék Birgir á 67 höggum eða á fjórum undir pari. Fékk þá fjóra fugla, einn skolla og þrettán pör. 

Ekki er til eins mikils að vinna í peningaverðlaunum á Áskorendamótaröðinni eins og á bestu mótaröðunum sem þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir leika á. En sigur í móti á Áskorendamóti getur hins vegar tryggt ýmis réttindi og þá meðal annars á sjálfri Evrópumótaröðinni þar sem Birgir lék fyrir tæpum áratug síðan. 

Besti árangur Birgis í móti á Áskorendamótaröðinni í gegnum tíðina er 2. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert