Bein teighögg og stutta spilið mikilvægast

Fannar Ingi Steingrímsson.
Fannar Ingi Steingrímsson.

Símamótið, fjórða stigamót Eimskipsmótaraðarinnar, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag. Alls eru 80 keppendur skráðir, en Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Kristján Þór Einarsson, GM, eru efst á stigalista mótaraðarinnar. Fyrir tveimur vikum var þriðja mót tímabilsins, Egils Gull mótið, haldið á Hólmsvelli í Leiru. Morgunblaðið ræddi við sigurvegara Egils Gull mótsins, Fannar Inga Steingrímsson, úr GHG, og Berglindi Björnsdóttur liðsmann GR.

Fannar Ingi er 18 ára kylfingur úr Hveragerði. Fannar lauk nýverið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum og hefur nám við Troy University í Alabama í haust, en hann mun leika golf samhliða náminu. Egils Gull mótið var haldið á Hólmsvelli í Leiru 19-21. maí, en Fannar var forgjafalægsti kylfingur mótsins, með -2,5 í forgjöf. Fannar lék frábært golf alla helgina, sem skilaði honum sigri í karlaflokki mótsins. Hann lék hringina þrjá á 73, 67 og 71 höggi, samtals fimm höggum undir pari.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn í síðasta móti og hann kom mér vel upp (stiga)listann, en þar sem ég næ ekki öllum mótum á Eimskipsmótaröðinni í sumar hef ég engin sérstök markmið tengd stigalistanum. Markmiðin mín í sumar eru að bæta mig í hverri viku jafnt og þétt þangað til ég fer út í háskóla, svo ég sé í sem bestu formi þegar ég byrja að keppa þar.“

Nánar er fjallað um mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert