Birgir Leifur náði sér ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, náði sér ekki á strik í dag á Swiss Challenge-mótinu í Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Birgir Leifur hefur leikið frábærlega á mótinu til þessa en missti flugið í dag og lék á fimm höggum yfir pari, féll niður í 42. sætið, fékk 5 skolla og 13 pör.

Birgir Leifur var um tíma efstur á mótinu og lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og var átta undir pari. Birgir er samtals á þremur höggum undir pari eftir hringina þrjá og leikur lokahringinn á morgun.

Joel Girrbach frá Sviss er í 1. sæti á -14, Chase Koepka frá Bandaríkjunum og Victor Riu frá Frakklandi eru í 2. til 3. sæti á -13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert