Birgir fór holu í höggi í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson gat leyft sér að brosa í dag.
Birgir Leifur Hafþórsson gat leyft sér að brosa í dag. mbl.is

Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, er í toppbaráttunni í KPMG-bikarnum í Belgíu í Áskorendamótaröðinni eftir að hafa leikið tvo fyrstu hringina undir 70 höggum. Birgir fór holu í höggi í dag og var sjö undir pari á sex holu kafla. 

Birgir hafði leikið á 69 höggum í gær og hóf leik á 10. teig í dag. Staðan var ekki of góð framan af og eftir sjö holur var Birgir á tveimur höggum yfir pari í dag eftir að hafa fengið bæði skolla og skramba. Örn fylgdi hins vegar skrambanum og þá kom sem sagt kaflinn þar sem Birgir var sjö undir pari á sex holum og fékk tvívegis örn. Hann fékk örn á 17. holu, paraði 18. holuna, fuglar komu á 1., 2. og 3. holu og örn á þeirri fjórðu þar sem Birgir fór holu í höggi. 

Eftir þessi læti fékk Birgir tvo skolla og einn fugl og skilaði inn skrautlegu skorkorti upp á 68 högg sem innihélt tvo erni, fimm fugla, einn skramba og þrjá skolla. Pörin voru sjö talsins. 

Birgir er í 9. - 16. sæti á samtals 7 undir pari og er fjórum höggum á eftir efsta manni. 

Skorkort Birgis á mótinu.
Skorkort Birgis á mótinu. Af vef Áskorendamótaraðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert