Birgir Leifur skammt frá efsta manni

Birgir Leifur Hafþórsson er að spila fantavel í Belgíu.
Birgir Leifur Hafþórsson er að spila fantavel í Belgíu.

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, heldur áfram góðri spilamennsku sinni og lék á þremur höggum undir pari á þriðja hring KPMG-bikarsins sem fram fer á Royal Waterloo golfvellinum í Belgíu en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Birgir er í 10. sæti mótsins, samtals á tíu höggum undir pari, -10, og þegar hann skilaði inn skorkortinu sínu var hann fjórum höggum frá efsta manni, Pedro Oriol frá Spáni.

Birgir fékk fimm fugla í dag, tvo skolla og 11 pör og heldur áfram að leika undir 70 höggunum, en hringina þrjá hefur hann leikið á 69, 68 og 69 höggum.

Lokahringurinn fer fram á morgun.

Skorkort Birgis á mótinu.
Skorkort Birgis á mótinu. Ljósmynd/www.europeantour.com
mbl.is