Þórður Rafn varð í öðru sæti

Þórður Rafn Gissurarson endaði í öðru sæti í Tékklandi.
Þórður Rafn Gissurarson endaði í öðru sæti í Tékklandi. Ljósmynd/GSÍ

Þórður Rafn Gissurarson lauk leik á Austerlitz Classic mótinu í golfi í dag í Tékklandi, en mótið er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Þórður lék gott golf og varð í öðru sæti í mótinu.

Hann lék hringina þrjá á 67, 71 og 67 höggum, samtals á 11 höggum undir pari. Þórður byrjaði annan hringinn á tvöföldum skolla, en kom þrátt fyrir það í hús á einu höggi undir pari.

Pro Golf mótaröðin er ein af fjórum viðurkenndum mótaröðum sem eru undanfarar fyrir Áskorendamótaröðina, sem Birgir Leifur Hafþórsson leikur á. Sigurvegarinn Maximilian Walz frá Þýskalandi gerði einu höggi betur en Þórður og lék samtals á 12 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert