Gísli úr leik eftir tap gegn Baylis

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. Ljósmynd/GSÍ

Kylf­ing­ur­inn Gísli Svein­bergs­son er úr leik á Breska áhuga­manna­mót­inu í golfi eftir tap fyrir George Baylis í 64-manna úrslitum í holukeppni í dag. Þegar fjörar holur voru eftir hafði Baylis fimm holu forystu. 

Fyr­ir­komu­lag móts­ins er með þeim hætti að kylf­ing­arn­ir leika 36 holu högg­leik og þá tek­ur við út­slátt­ar­keppni þar sem spiluð er holu­keppni, maður á mann. 

Gísli fór mjög vel af stað á mótinu og var efstur eftir fyrsta hring í höggleiknum á átta höggum undir pari. Hann náði hins vegar ekki að halda dampi á öðrum hring og féll niður í 9.-18. sæti. Hann komst í gegnum niðurskurð mótins með þeim árangri og í holukeppnina, en nú er hann úr leik. 

Breska áhuga­manna­mótið er án efa virt­asta áhuga­manna­mótið í golf­inu en það hef­ur verið haldið all­ar göt­ur síðan 1885 ef frá eru tal­in stríðsár­in þegar Evr­ópa logaði í átök­um. Mótið fer að þessu sinni fram á Royal Cinque Ports and Prince's-völl­un­um í Kent. Sig­ur í áhuga­manna­mót­inu gef­ur þátt­töku­rétt á ri­sa­mót­um eins og Opna breska og Masters í Banda­ríkj­un­um. Eft­ir miklu er því að slægj­ast fyr­ir sig­ur­veg­ara móts­ins.

Breska áhuga­manna­mótið var lengi vel á meðal „Grand slam“-mót­anna fjög­urra en í dag eru það ein­göngu fjög­ur at­vinnu­manna­mót sem falla und­ir þá skil­grein­ingu. Sá fræg­asti sem sigrað hef­ur á Breska áhuga­manna­mót­inu er sjálf­ur Bobby Jo­nes en hann vann árið 1930. Þá vann hann ein­mitt öll ri­sa­mót­in fjög­ur og það hef­ur eng­inn ann­ar gert á sama ár­inu. Aðrir nafn­togaðir kylf­ing­ar sem sigrað hafa á mót­inu í seinni tíð eru José María Olazá­bal (1984), Sergio Garcia (1984) og Matteo Manass­ero (2009).

Har­ald­ur Frank­lín Magnús úr GR komst í 8-manna úr­slit á mót­inu árið 2013 og í 16-manna úr­slit árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert