Guðrún og Egill fögnuðu sigri

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, fögnuðu í dag sigri á Íslandsmótinu í holukeppni, KPMG-bik­ars­ins í golfi, sem fram fór á Vest­manna­eyja­velli um helgina.

Egill og Guðrún höfðu aldrei áður unnið mótið og því verða ný nöfn grafin á bikarinn í báðum flokkum.

Egill Ragnar Gunnarsson.
Egill Ragnar Gunnarsson. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá sigraði stöllu sína úr Keili, Helgu Kristínu Einarsdóttur, 3/2 en Egill sigraði Al­freð Brynj­ar Krist­ins­son, GKG, nokkuð örugglega, 5/3. 

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, vann Hafdís Öldu Jóhannsdóttur, GK, í leiknum um þriðja sætið kvennamegin, 5/4. Karlamegin hafði Stefán Þór Bogason, GR, betur gegn Jóhannesi Guðmundssyni, GR, í leiknum um þriðja sætið, 2:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert