Krækti í fugl í kjölfar holu í höggi

Stefán Már Stefánsson slær hér á Íslandsmótinu í holukeppni sem …
Stefán Már Stefánsson slær hér á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór á Hvaleyrarvelli árið 2015. Árni Sæberg

Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór holu í höggi á Íslandsmótinu í höggleik. Stefán sló draumahöggið á sjöttu holu Hvaleyrarvallar, par 3 holu  sem var 150 metra löng í dag.

Stefán fylgdi því eftir með fugli á sjöundu holu og lék því á þremur höggum undir pari á tveimur holum. Hann leikur á tveimur höggum undir pari í dag og á þremur höggum yfir pari í heildina. Því er ljóst að Stefán Már kemst í gegnum niðurskurð mótsins.

Mbl.is óskar Stefáni Má til hamingju með draumahöggið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert