Tvítug í forystu á Hvaleyri

Ragnhildur Kristinsdóttir á Hvaleyrarvelli í gær.
Ragnhildur Kristinsdóttir á Hvaleyrarvelli í gær. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Mótið fór vel af stað, en allir keppendur sem voru skráðir til leiks, 141 talsins, luku 18 holum, þar af 112 karlar og 29 konur. Mikil spenna er í báðum flokkum, en mörg góð skor litu dagsins ljós í gær. Þrjár nýjar holur voru formlega vígðar í gær, en aldrei hafði verið leikið á móti á nýju 13., 14. og 15. brautunum.

Hin tvítuga Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék best kvennanna, en hún kom í hús á tveimur höggum undir pari, eða 69 höggum. Þar með setti hún vallarmet af bláum teigum þar sem nýju holurnar þrjár höfðu aldrei áður verið leiknar í móti. Ragnhildur fékk aðeins einn skolla auk þriggja fugla. Restina lék hún á pari.

Vandræðalaust golf

„Þetta var bara vandræðalaust golf nema á annarri þar sem ég þurfti að taka víti þar sem ég kom mér inn á flöt og setti í gott pútt fyrir pari. Þar með náði ég að halda mér á striki. Ég var nálægt brautunum og hitti margar flatir og átti eitt lélegt högg á áttundu þar sem ég rétt missti parið. Völlurinn er geggjaður, flatirnar frábærar. Flatirnar halda vel púttlínunni svo maður treystir púttunum,“ sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er höggi á eftir Ragnhildi, en Ingunn Gunnarsdóttir (GKG) og Karen Guðnadóttir (GS) léku báðar á þremur höggum yfir pari.

Umfjöllunina um Íslandsmótið í höggleik má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert