Axel Bóasson Íslandsmeistari 2017

Axel Bóasson púttar fyrir sigrinum í umspili í dag.
Axel Bóasson púttar fyrir sigrinum í umspili í dag. mbl.is/Ófeigur

Axel Bóasson (GK) sigraði Harald Franklín Magnús (GR) í umspili um Íslandsmeistaratitil karla í golfi á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði.

Kylfingarnir léku 10., 11. og 18. holu en Axel lék á pari, fugli og pari á meðan Haraldur lék á skolla, pari og skolla.

Axel var með forystu allan hringinn sem hann missti niður á 18. holunni og hann náði því að fylgja eftir frábæru golfi síðustu daga. Hann lék holurnar 72 á átta höggum undir pari. Mikill fjöldi fólks fylgdist með umspilinu enda afar spennandi einvígi.

Axel Bóasson og Valdís Þóra Jónsdóttir eru Íslandsmeistarar í golfi 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert