Ólafía lauk leik í sjötta sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er áfram með efstu konum fyrir lokahringinn á morgun á Opna skoska meistaramótinu í golfi, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía var sjötta sæti þegar hún lauk leik í dag, en einhverjir keppendur áttu þá eftir að klára hringinn. Ólafía Þórunn lék á einu höggi yfir pari í dag, fékk þrjá skolla, 13 pör og tvo fugla. Ólafía fór vel af stað á hringnum í dag og hóf leik á fugli á 1. holu og var lengi vel í 4. sætinu. Hún færðist aðeins niður listann þegar leið á og fékk þrjá skolla á á 9., 12. og 17 holu og er sem fyrr segir í sjötta sæti.

Um 15. mótið hjá Ólafíu er að ræða á LPGA-mótaröðinni á tímabilinu. Besti árangur hennar er 30. sætið á móti í Ástralíu snemma á tímabilinu og hún er því í góðri stöðu til þess að bæta þann árangur á morgun.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ólafía í Skotlandi - 3. hringur opna loka
kl. 16:45 Textalýsing 18 - FUGL Glæsilega gert hjá Ólafíu. Hún klárar daginn í dag með að fá fugl og hún kemur sér aftur á parið. Hún er í sjötta sæti. Staðan: PAR 6. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert