Ólafía upp um 11 sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin upp í 104. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í golfi, þeirrar sterkustu í heimi, eftir að hafa náð sínum besta árangri á Opna skoska meistaramótinu um liðna helgi. Fyrir mótið var hún í 115. sæti.

Ólafía hafnaði þá jöfn fleiri kylfingum í 13. sæti og fékk fyrir það rúmlega 25 þúsund dollara, um 2,6 milljónir króna, sem nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem hún hafði unnið sér inn í mótaröðinni til þessa. Hún er nú alls búin að vinna sér inn rúmlega 65 þúsund dollara, um 6,7 milljónir króna, eftir 15 mót í ár.

100 efstu kylfingarnir á peningalistanum undir lok keppnistímabilsins fá fullan þátttökurétt á því næsta og er Ólafía nú aðeins rúmum 3 þúsund dollurum frá 100. sætinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert