Tiger allur að hressast

Tiger Woods virðist vera að ná sér á strik.
Tiger Woods virðist vera að ná sér á strik. AFP

Tiger Woods virðist vera orðinn sprækur, en stórkylfingurinn gekk undir sína fjórðu aðgerð á baki fyrir þremur mánuðum. Woods hefur ekki gefið út að hann sé væntanlegur í mótaröðina aftur, en hann hefur verið mikið á ferðinni undanfarið. Mbl.is greindi frá því fyrr í vikunni að kylfingurinn hafi verið í Miami þar sem hann fór á leik Barcelona og Real Madrid.

Skömmu síðar birtustu myndir af Tiger með börnum sínum og barnfóstru þeirra á gangi í Miami, en kappinn virðist vera í góðu formi. Einnig bárust fregnir frá aðdáendum Tiger að hann hafi sést í líkamsræktarstöð á Bahamas, löðrandi í svita.

Bandaríkjamaðurinn lauk nýverið meðferð við inntöku verkjalyfja, en hann var handtekinn eftir að hafa setið undir stýri undir áhrifum. Verkjalyfin urðu að vandamáli í kjölfar síðustu bakaðgerarinnar.

Því telja sumir að Tiger sé að búa sig undir að snúa á ný á golfvöllinn, en forvitnilegt verður að vita hvort eitthvað sé til í þeim kenningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert