Einvígið á Nesinu fer fram á mánudag

Oddur Óli Jónasson úr Nesklúbbnum sigraði á mótinu í fyrra …
Oddur Óli Jónasson úr Nesklúbbnum sigraði á mótinu í fyrra og mætir aftur til leiks í ár. Ljósmynd/Nesklúbburinn

Einvígið á Nesinu verður haldið í 21. sinn á Nesvellinum mánudaginn næstkomandi (7. ágúst). Mótið er árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, en 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar er boðið til leiks. Kylfingarnir leika í ár í þágu Vinaliðaverkefnisins sem stendur fyrir að stöðva einelti í skólum.

Mótið verður með hefðbundnu sniði, en kl. 10 leika keppendur níu holu höggleik og kl.13 hefst Einvígið sjálft. Einvígið er með shoot-out fyrirkomulagi þar sá kylfingur sem leikur á flestum höggum dettur út á hverri holu. Síðustu tveir kylfingarnir berjast svo um sigurinn á 18. holu.

DHL gefur Vinaliðaverkefninu eina milljón króna, en fyrirtækið hefur verið styrktaraðili mótsins frá því það var haldið fyrst fyrir 20 árum síðan.

Þátttakendur 2017:

Birgir Björn Magnússon GK Klúbbmeistari GK 2017
Björgvin Sigurbergsson GK Margfaldur Íslandsmeistari í golfi
Björgvin Þorsteinsson GA Íslandsmeistari 35 ára og eldri 2017
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS Klúbbmeistari GS 2017
Ingvar Andri Magnússon GR Íslandsmeistari 17-18 ára 2017
Kristján Þór Einarsson GM Klúbbmeistari GM 2017
Oddur Óli Jónasson NK Klúbbmeistari NK 2017 og sigurvegari Einvígisins 2016
Ragnhildur Kristinsdóttir GR Landsliðskona og meðlimur í TEAM ICELAND
Úlfar Jónsson GKG Margfaldur Íslandsmeistari í golfi
Valdís Þóra Jónsdóttir GL Íslandsmeistari 2017 og atvinnukylfingur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert