Lopez, Joh og Hurst á góðgerðarmóti Ólafíu

Ólafía og KPMG verða með hörkukylfinga í styrktarmótinu,
Ólafía og KPMG verða með hörkukylfinga í styrktarmótinu,

KPMG tilkynnti rétt í þessu hvaða fjórir LPGA-kylfingar verða á meðal keppenda á góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG sem fram fer á þriðjudag. Mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en eins og áður kom fram verður Sandra Gal á meðal keppenda. Nú hafa Gaby Lopez, Tiffany Joh og Vicky Hurst bæsti í hópinn.

Leikið verður með fyrirkomulagi betri bolta, þar sem allir kylfingar í ráshópnum leika sínum bolta og besta skorið telur. Hver ráshópur samanstendur af fjórum kylfingum og einum afrekskylfingi. Afrekskylfingarnir munu færast á milli ráshópa svo allir fá tækifæri til að spila með LPGA-kylfingi.

Mótshaldarar stefna þó að því að fá níu LPGA-leikmenn í mótið. Það ræðst af úrslitum Opna breska meistaramótsins sem klárast á sunnudag.

Gaby López er frá Mexíkó, en hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra þar sem hún endaði jöfn í 31. sæti. Hún vann þrjú mót í háskólagolfinu, en hún komst í gegnum niðurskurðinn í 22 mótum í fyrra af 26 sem hún tók þátt í. Hún er í 67. sæti stigalista LPGA.

Tiffany Joh er frá Bandaríkjunum. Hún endaði í 11. sæti á Swinging Skirts LPGA Classic árið 2016 en hún tók þátt í 26 mótum og komst í gegnum niðurskurðinn í 17 skipti. Heildartekjur hennar frá því að hún gerðist atvinnumaður eru rúmlega 99 milljónir króna. Hún er í 63. sæti stigalistans.

Vicky Hurst var í Solheim Cup liði Bandaríkjanna árið 2011. Hún komst átta sinnum í gegnum niðurskurðinn á 21 móti í fyrra. Tekjur hennar sem atvinnukylfingur eru tæplega 170 milljónir króna.

Sandra Gal frá Þýskalandi hefur reynst Ólafíu einskon­ar leiðbein­andi á mótaröðinni. Gal hef­ur unnið eitt mót á LPGA-mótaröðinni og varð í þriðja sæti á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu árið 2012. Hún hef­ur verið í Sol­heim Cup liði Evr­ópu tví­veig­is, er liðið vann árið 2011 og var með árið 2015. Hún keppti á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó fyr­ir hönd Þýska­lands þar sem hún endaði jöfn í 25. sæti. Hún er í 60. sæti LPGA-listans. Heildartekjur hennar eru 388,5 milljónir króna.

Þar að auki er að sjálfsögðu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem er í 104. sæti listans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert