Hlynur vann Swedish Junior Classics

Hlynur Bergsson stóð sig vel í Svíþjóð.
Hlynur Bergsson stóð sig vel í Svíþjóð. Ljósmynd/fb síða Hlyns Bergssonar

Kylfingurinn Hlynur Bergsson (GKG), stóð uppi sem sigurvegari á Swedish Junior Classics mótinu sem fram fór 4.-6. ágúst á Golf Uppsala í Svíþjóð. Mótið er hluti af Global Junior unglingamótaröðinni. Þar af var eitt mót á Íslandi. Hlynur lék hringina þrjá samtals á fjórum höggum undir pari og sigraði með eins höggs mun.

Hlynur lék fyrsta hringinn á 75 höggum eða á tveimur höggum yfir pari og annan hringinn á 71 höggi eða tveimur höggum undir pari. Hann var því á parinu fyrir lokahringinn. Hlynur lék glæsilegt golf á lokahringnum og lauk leik á fjórum höggum undir pari. 

Jón Sigurðarson (34. sæti), Ragnar Áki Ragnarsson (35. sæti), Gunnar Blöndahl Guðmundsson (37. sæti) og Ingi Rúnar Birgisson (44. sæti) voru einnig með í mótinu.

Facebook-síða mótsins birti viðtal við Hlyn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert