Sést hann stela boltanum hans McIlroy?

Rory McIlroy
Rory McIlroy AFP

Ótrúlegt myndskeið af áhorfanda sem virðist taka upp golfboltann hjá norður-írska kylfingnum Rory McIlroy á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fór fyrir skemmstu hefur nú birst í netheimum.

McIlroy týndi bolta sínum á 15. holu á lokahringnum á mótinu eftir slæmt upphafshögg og þurfti að taka tveggja högga víti. Nú virðist hins vegar sökudólgurinn vera fundinn. Myndskeiðið má sjá neðst í fréttinni.

Eftir höggið byrjaði áhorfandi á mótinu að taka upp myndskeið á síma sinn þar sem hann sá McIlroy stefna í átt til sín. Skömmu áður en McIlroy mætir á svæðið sést svo maður grandskoða svæðið þar sem líklegt var að boltinn hefði farið. Á endanum tekur umræddur maður svo upp bolta sem nú er talið hafa verið boltinn hans McIlroy.

McIlroy endaði í 4. sæti á mótinu á -5 en hefði getað sloppið við tveggja högga refsingu hefði bolti hans fundist. Þá hefði hann orðið í 3. sæti.

„Þessi náungi fann golfboltann,“ sagði maðurinn sem tók upp myndskeiðið og flissaði. „Og sagði honum ekki frá því. Skelfilegt!“

Myndskeiðið frá Sun:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert