Rory þarf ekkert að sanna

Rory slær á æfingahrinng fyrir mótið.
Rory slær á æfingahrinng fyrir mótið. AFP

Rory McIlroy segist ekki þurfa neitt að sanna á PGA-meistaramótinu sem hefst á morgun. McIlroy hefur ekki unnið risamót í þrjú ár en hann er talinn sigurstranglegur á Quail Hollow vellinum þar sem hann hefur unnið í tvígang og á vallarmetið.

„Ég set ekki það mikla pressu á mig. Ég hef sannað mig nógu mikið á síðustu níu árum ferilsins. Ég missti aldrei trúnna. Ég trúði alltaf á hæfileikana mína og geri það enn. McIlroy hefur tvisvar unnið PGA-meistaramótið.

„Þú þarft í rauninni ekki að leika þitt allra besta golf, þér finnst þú samt eiga möguleika á sigri. Þannig líður manni hérna. Mér líður vel hérma. Ég veit ekki hvað það er, ég á frábærar minningar héðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert