Tiger Woods lýsir yfir sakleysi

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Kylf­ing­ur­inn Tiger Woods segist saklaus en ákæra gegn honum vegna aksturs undir áhrifum lyfja var tekin fyrir í Palm Beach í Flórída í dag. Woods var handtekinn þar í maí.

Mynd­bönd af Woods við hand­tök­una láku út og virtist hann í ann­ar­legu ástandi. Sjálf­ur seg­ir hann að lyf­seðils­skyld lyf hafi or­sakað vím­una.

Talið er að hann gangist við glannalegum akstri og muni í framhaldinu fara í meðferð.

Blóðsýni sem tekið var úr Woods eftir handtökuna sýndi að hann hafði tekið verkjalyfið Vicodin og kvíðastillandi lyfið Xanax. Þar kom einnig fram að ekkert áfengi var í blóðinu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert