Íslandsmót golfklúbba hefst á morgun

Sveit GR hefur titil að verja í 1. deild kvenna.
Sveit GR hefur titil að verja í 1. deild kvenna.

Íslandsmót golfklúbba 2017 hefst á morgun og stendur yfir dagana 11.-13. ágúst. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karlaflokki og Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki. Keppni í 1. deild kvenna fer fram á Garðavelli á Akranesi og í 1. deild karla á Kiðjabergsvelli.

Flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda og má þar nefna að atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir keppa með GR og Leyni í efstu deild kvenna á Garðavelli á Akranesi.

Mótið er afar fjörugt og skemmtilegt og allt getur gerst þar sem að leikið er með holukeppnisfyrirkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert