Birgir og Andri léku á 73 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson og Andri Björnsson léku báðir á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins á fyrsta degi Viking-Challenge mótinu í golfi sem fram fer í Noregi. Mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. 

Sem stendur eru Birgir og Andri í 52. sæti ásamt um 20 öðrum kylfingum. Niðurskurðurinn er tvö högg yfir par og munu þeir báðir komast í gegnum niðurskurðinn með þessu áframhaldi. 

Ólafur Loftsson náði sér ekki á strik í dag en hann lék á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert