Thomas fór upp í 6. sæti

Justin Thomas.
Justin Thomas. AFP

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas fór úr 14. sæti upp í 6. sæti heimslistans í golfi með sigri á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu síðasta sunnudag.

Fátt haggar Dustin Johnson, sem haldið hefur efsta sæti listans mestallt árið þrátt fyrir að hann hafi ekki verið áberandi í mótum sumarsins. Japaninn Hideki Matsuyama er í 2. sæti enda hefur hann leikið afar vel að undanförnu og Jordan Spieth er í 3. sæti. Nokkuð langt er í næsta kylfing, sem er Rory McIlroy frá N-Írlandi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í 316. sæti listans hjá konunum og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 580. sæti listans. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sætinu og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum í 2. sæti. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert