Stígur inn á stóra sviðið

Axel Bóasson hefur leik kl. 12:30 í dag.
Axel Bóasson hefur leik kl. 12:30 í dag.

Axel Bóasson, Íslandsmeistari úr Golfklúbbnum Keili, fær í dag að reyna sig á stóra sviðinu í íþróttinni. Axel verður á meðal keppenda á Made in Denmark-mótinu sem fram fer á Himmerland-vellinum sem er um 50 km fyrir sunnan Álaborg. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststærstu í heiminum, og verður Axel fimmti íslenski karlinn sem keppir á móti á Evrópumótaröðinni.

Axel vann sig inn í mótið með góðum árangri á úrtökumóti, en það mót var raunar jafnframt hluti af Nordic League-mótaröðinni sem Axel leikur alla jafna á. Axel á teig klukkan 12.30 að íslenskum tíma ásamt tveimur Englendingum, Michael Hoey og Laurie Canter.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert